Pioner 14 Fisher basic veiðibátur
Hinn fullkomni veiðifélagi
Við kynnum með ánægju hinn nýja og byltingarkennda Pioner 14 Fisher
Pioner 14 Fisher báturinn byggir á hönnun Pioner 14 Active sem er mest seldi Pioner báturinn. Fisher útgáfan er hönnuð af fólki sem elskar að veiða og dvelja löngum stundum úti á vatni. Við hönnunina var lögð áhersla á að aðlaga bátinn að þörfum kröfuharðra veiðimanna.
Efnisval tekur mið af því að gera skrið Pioner 14 Fisher eftir vatnsfletinum nærri hljóðlaust. Báturinn er mjög sterkbyggður og stöðugur auk þess að vera mjög auðveldur í umhirðu og viðhaldslítill.
Pioner 14 Fisher er afar rúmgóður með stóru dekki sem auðveldar veiðimönnum að standa í bátnum og kasta. Til þess að auka enn frekar hæfni Pioner 14 Fisher við veiðar má setja léttan rafmótor í stefni bátsins sem gefur aukna möguleika á að komast nær hljóðlaust á réttu veiðistaðina og eða halda bátnum á hægri hljóðlátri siglingu.
Helstu eiginleikar:
- Þyngd: 220kg
- Lengd: 411cm
- Breidd: 173cm
- Fjöldi um borð: 3 til 4
- Hámarks afl mótors HP/KW: 25hp/18,7KW
- Litur í boði: Dökkgrár
- Stýri: Já
- Lengd á stjórnkapli fyrir stýri: 250cm
- Lengd á stjórnkapli fyrir inngjöf: 325cm
Mótor fyrir Pioner 14 Fisher
Við mælum með Yamaha F25G utanborðsmótor fyrir Pioner 14 Fisher.
Verð miðast við grunnútgáfu af bátnum en myndir geta sýnt aukabúnað sem ekki er innifalinn í verði. Hafðu samband í síma 540-4980 eða info@yamaha.is og fáðu nánari upplýsingar.