Hjalti Sigurðsson fór fyrir hönd Yamaha á Íslandi á Landsmót Íslenskra Vélsleðamanna á vegum LÍV helgina 24 til 26 Mars.
Þetta árið var mótið skipulagt af skagfirðingum, tókst það frábærlega vel hjá þeim og var flott mæting og mikið af kunnuglegum andlitum. Á laugardeginum var farinn flottur sleðahringur um svæðið, ekið var frá Sel Hóteli yfir ísilagt Mývatnið og þaðan ekið á tinda og í gil Lambafjalla með viðkomu á Þeistareykjum. Á bakleiðinni var svo ekið um Gæsafjöll, aftur yfir Mývatn og að Sel Hóteli sem endaði þennan flotta hring sem skipulagður var af heimamönnum.
Um kvöldið var svo slegið til veislu með hlaðborði af dýrindis kræsingum og tilheyrandi með skemmtiatriðum í boði deildanna.
Frábært Landsmót og skipuleggjendur ásamt Landssambandi Íslenskra Vélsleðamanna (LÍV) eiga hrós skilið.
Við hlökkum til að koma aftur að ári liðnu.
Takk fyrir okkur.