Um helgina fór fram önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í Enduro á Sólheimum þann 13. maí 2023.

Keppnin gekk vel fyrir sig og var utanumhald starfsmanna VÍK og Enduro Fyrir Alla til fyrirmyndar. Landið á Sólheimum er virkilega flott og fjölbreytt landslagið gerði keppnina ansi skemmtilega en á sama tíma tæknilega krefjandi á köflum. Hún var sett upp af landeigendum ásamt starfsmönnum Enduro Fyrir Alla og var virkilega vel útfærð sem gerði brautina skemmtilega fyrir bæði áhorfendur og keppendur. Mikil bleyta var í brautinni sem gerði hana mjög sleipa á köflum, einnig rigndi á meðan keppni stóð svo mikil drulla myndaðist enda voru margir orðnir blautir, drullugir og þreyttir þegar líða fór á keppnina.

Margir nýttu sér það að koma í Yamaha pittinn og gæða sér á rjúkandi heitri pylsu í skjóli frá rigningunni. Hún Mirra pylsumeistari mannaði grillið á meðan keppni stóð og stóð hún sig frábærlega enda kláruðust næstum því pylsurnar. Enda þrælgóðar pylsur.

Næsta keppni verður svo haldin á Jaðar þann 10. júní næstkomandi, landslagið á Jaðri er mjög svipað og á Sólheimum enda nánast hægt að segja að það sé næsti bær við þar sem Jaðar er í næsta nágrenni við Sólheima.
Við verðum að sjálfsögðu á svæðinu með Yamaha pylsubarinn og hvetjum við sem flesta til að mæta þar sem búast má við gríðarlega skemmtilegri keppni og auðvitað gómsætum pylsum.

Alls voru 74 keppendur skráðir og stóðu Yamaha keppendur sig frábærlega þrátt fyrir krefjandi keppni með mikilli bleytu og drullu.

Eiður Orri Pálmarsson #49 keyrði á Yamaha YZ450F í þessari keppni og keyrði frábærlega alla keppnina. Mikil samkeppni var og kláraði hann keppnina í 3. sæti overall og 1. sæti í sínum aldursflokk 14-19 ára. Nú stendur hann í 2. sæti til Íslandsmeistara eftir tvær umferðir, jafn í stigum með 1. sætinu.

Ketill Freyr Eggertson #484 keyrði á Yamaha YZ125 og stóð sig eins og hetja þrátt fyrir krefjandi keppni sem tók mikið á. Hann kláraði keppnina í 40. sæti overall og 7. sæti í sínum aldursflokk 14-19 ára.

Haukur Jónsson #666 keyrði á Yamaha YZ250F og keyrði virkilega vel alla keppnina þrátt fyrir mikla bleytu og drullu sem gerði brautina mjög sleipa. Haukur kláraði í 53. sæti overall og 7. sæti í sínum aldursflokk 20-29 ára.

Takk fyrir okkur.
Sjáumst á Jaðri þann 10. Júní.