Yamaha Hjólhátíðardagurinn var haldinn í fyrsta skipti þann 23. september 2023. Hann fékk virkilega góðar viðtökur og var húsið nánast fullt út að dyrum allan tímann.
Við fengum til okkar hjól af ýmsum gerðum og á ýmsum aldri og þökkum eigendum þeirra kærlega fyrir að lána hjólið til að hafa til sýnis.
Þetta var greinilega eitthvað sem vantaði í hjólamenninguna hér á landi því fólk virtist ánægt með þetta framtak og mætti fólk á hjólum af ýmsum tegundum, enda var þetta ekki bara fyrir Yamaha eigendur heldur alla sem vildu hvort sem þeir eiga hjól eða ekki.
Kjötsúpan var vinsæl og fór hraðar en við bjuggumst við enda var hún búin um þrjú leytið. 160 manns sem skráðu sig í pottin til að vinna útdráttarverðlaunin, nú er búið að draga vinningshafa sem eru kynntir hér neðar í póstinum.
Hrafnkell Sigtryggson framkvæmdarstjóri kom með nokkrar tilkynningar í tilefni dagsins.
– Við ætlum að endurskoða verðlagningu á vara og aukahlutum sem verður kynnt nánar síðar.
– Við erum komnir með umboðið fyrir Stark Future rafmagns hjólin og er búið að panta fyrsta hjólið sem verður reynsluaksturshjól.
– Yamaha verkstæðið fær nýtt og stærra pláss undir verkstæðið, svo fljótlega mun opna nýtt verkstæði sem við auglýsum síðar.
Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og þetta mun verða árlegur viðburður hjá okkur, þó það verði nú erfitt að toppa þetta ár.
Vinningshafar útdráttarverðlauna á Yamaha Hjólhátíðardeginum 2023
1. Vinningur, Nolan N100-5 hjálmur að virði 69.900 kr.
#95 Sigrún Hauksdóttir
2. Vinningur, 50.000 kr. gjafabréf hjá Yamaha og Arctic Trucks
#5 Þorgerður Guðmundsdóttir
3. Vinningur, 30.000 kr. gjafabréf hjá Yamaha og Arctic Trucks
#110 Sturla Hjartarson
4. Vinningur, 20.000 kr. gjafabréf hjá Yamaha og Arctic Trucks
#215 Steinar Axelsson
Ljósmyndari – Antoine Daures