Um helgina fór fram fyrsta Enduro keppni tímabilsins sem var haldin á Vík laugardaginn 22. apríl. Þetta flotta svæði sem Jaðarklúbburinn Víkursport fékk fyrir keppnina ásamt vel útfærðri braut sem sett var upp af starfsmönnum Enduro Fyrir Alla gerði þessa keppni skemmtilega fyrir bæði keppendur og áhorfendur.
Yamaha Pylsubarinn var á svæðinu og voru margir sem nýttu sér tækifærið og kíktu við í Yamaha tjaldinu og fengu sér pylsu og gos. Kalt var í veðri og var því gott að fá heitan mat beint af grillinu.

Næsta keppni verður svo haldin þann 13. maí á Flúðum, við verðum að sjálfsögðu á staðnum með Yamaha Pylsubarinn. Ekki hika við að koma og spjalla við okkur ef vantar aðstoð með eitthvað eða bara til að fá þér pylsu og gos.

Alls voru 82 keppendur skráðir, Yamaha keppendur stóðu sig virkilega vel og fóru heim með tvo verðlaunapeninga og einn bikar. Mikið er af ungum og efnilegum keppendum sem keyra á Yamaha og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur er mótið þróast þegar líður á tímabilið.

Eiður Orri Pálmarsson #49 sem keyrði á Yamaha YZ250F, kláraði mótið í 2. Sæti overall í Súperflokk og 1. sæti í sínum aldursflokk 14-19 ára. Hann keyrði virkilega vel og á mikið hrós skilið enda kláraði hann mótið ekki nema 3 mínútum og 20 sekúndum á eftir Eyþóri Reynissyni sem tók 1. Sætið. Eiður er 19 ára gamall og er þetta því síðasta tímabilið sem hann keppir í þessum flokk og mun færast upp í 20-29 ára flokkinn á næsta tímabili.

Heiðar Örn Sverrisson #41 sem keyrði á Yamaha YZ450F, kláraði mótið í 13. sæti overall í súperflokk og 3. Sæti í sínum aldursflokk 50-59 ára. Hann keyrði einnig virkilega vel eins og má sjá á myndum hér að neðan og gefur þessum yngri keppendum ekkert eftir.

15 keppendur voru í 14-19 ára aldursflokk og stóðu þeir Ketill Freyr og Gabríel Geir sig einnig vel og verður gaman að sjá þá í næstu keppnum bæði í Enduro og Motocross.

Ketill Freyr Eggertsson #484 sem keyrði á Yamaha YZ125, kláraði mótið í 34. Sæti overall í Súperflokk og 6. Sæti í sínum aldursflokk 14-19 ára.

Gabríel Geir Haraldsson #177 sem keyrði á Yamaha YZ125, kláraði mótið í 41. Sæti overall í Súperflokk og 8. Sæti í sínum aldursflokk 14-19 ára.