Yamaha eigendur
Vegna fréttaflutnings af etanól blönduðu bensíni sk. E10 bensín, sendum við út fyrirspurn og spurðumst fyrir um hvaða áhrif þetta hefði á tækin okkar.
Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fregnir af því að nú bjóðist nýtt og umhverfisvænna 95 oktana bensín sem hefur verið blandað með 10% af etanóli til að minnka útblástursmengun.
Við fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu út frá umhverfissjónarmiðum en hvetjum um leið Yamaha eigendur til að hafa varann á. Nýja bensínið getur aukið eldsneytiseyðslu og valdið gangtruflunum í eldri tækjum og tækjum sem ekki eru búin beinni innspýtingu. Bensínið, svokallað E10 bensín, getur valdið tæringu í málmbensíntönkum og skemmt gúmmíslöngur og þéttingar í eldsneytiskerfum. Einnig ef tæki stendur lengi óhreyft getur bensínið og etanólið skilið sig en þá þarf að tappa bensíninu af tækinu og setja á það nýtt bensín. Við geymslu er því best að hafa tankinn fullan eða því sem næst en einnig getur verið gott að blanda lítilsháttar af tvígengisoliu í bensinið til að minnka líkur á tæringu.
Við mælum því með að eigendur eldri tækja og/eða tækja sem ekki eru með beina innspýtingu noti 98 oktana bensín eða setji íblöndunarefni s.s. Yamalube Fuel Stabilizer eða sambærileg íblöndunarefni í E10 bensínið en það bætir stöðugleika og hækkar oktantölu bensíns sem sett er á tækin.
Ef þú ert með Yamaha tæki og vilt vita meira hafðu endilega samband við okkur
Hér má sjá frétt RÚV um málið
Sælir, ég á Dragstar 1100, árgerð 2007. Hvað ráðleggið þið mér varðandi E10 bensínið?
Sæll Eggert,
Við mælum með að nota bætiefni í eldsneytið sem hreinsar eldsneytiskerfið. Gott er að nota það reglulega. Eins mælum við með að nota nýtt bensín ef bensín er orðið gamalt, tappa af blöndungum og fylla tankinn ef ekki á að nota hjólið til lengri tíma til að fyrirbyggja drullu og óhreinindi sem geta myndast eftir gamalt bensín.