Yamaha F25G utanborðsmótor
YAMAHA 25hp 2cylinder 4gengis utanborðsmótorar eru afar vinsælir mótorar en eru nú fáanlegir í ennþá ölfugri útgáfu en á sama tíma 25% léttari, kraftmeiri og sparneytnari!
Mótorinn er mjög snarpur og um leið og honum er gefið inn finnur þú kraftinn skjóta þér áfram. Þessi utanborðsmótor býr yfir einstöku hlutfalli á milli eigin þyngdar og þess afls sem hann skilar.
Falleg og praktísk hönnun vekur verðskuldaða eftirtek og eykur ánægju þeirra sem eiga og nota YAMAHA F25G utanborðsmótara um allan heim.
Ný léttari og aflmeiri kynslóð
Ný kynslóð tveggja cylinder, 4 ventla utanborðsmótora er um 25% léttari og skila áður óþekktu afli af „portable“ utanborðsmótorum. Þú gengur að því vísu að auðvelt er að starta mótornum og að hann gangi mjúklega og örugglega. Allt byggir þetta á framúrskarandi hönnun vandaðri framleiðslu og innspýtingarkerfis EFI. Aflið er mikið og viðbragðið gott sem veitir mun skemmtilegri og þægilegri upplifun í hverri siglingu.
Nýjung, heilsteypt hönnun á vélarhlíf – ein hlíf.
Ný útlitshönnun vekur verðskuldaða athygli með heilsteyptri hönnun á vélarhlífinni sem birtist nú einni fallegri heild.
Auðvelt og öruggt start
Gangsetning – jafnvel þegar hann er kaldur eða koma úr geymslu – er mjög auðvelt, líkt og að starta bíl. Yamaha er eini framleiðandinn sem býður hið þekkta PrimeStart með rafgeymalausu EFI innspýtingarkerfi sem tryggir að mótorinn rýkur í gang í fyrsta, alltaf. Að auki er hægt að velja um (Varible Trolling Speed) og Y-COP öryggi við gangsetningu sem gerir þjófnað erfiðari.
Aflmikill alternator – heldur jafnri orku
Einn af mörgum kostum við F25G utanborðsmótorinn er alternatorinn sem skilar af sér mikilli og jafnri orku sem gerir notendum mögulegt að nýta rafmagn fyrir fjöldan allan af aukahlutum s.s. ljósum og kæliboxum.