Yamaha Wolverine® RMAX™2 1000:
Wolverine RMAX™2 1000 er einstaklega fjölhæft og öflugt torfærutæki hvort sem það er notað í leik eða starfi. Þetta torfærutæki býr yfir urrandi krafti sem auðvelt er að nýta með snapri innspýtingu og góðri skiptingu. Hvort sem farið er hratt yfir eða krönglast yfir erfiðustu torfærurnar þá er stýring og sérstaklega fjöðrun enn eitt dæmið um hvernig Yamaha byggir upp framúrskarandi tæki.
Akstur í tærfum og vegleysum á Wolverine RMAX™2 1000 er upplifun sem þú mannst eftir. Öll hönnun miðar að því að veita ökumanni og farþega hámarksupplifun á öllu því sem þú vilt upplifa í torfæruakstri. Kraftur, snerpa og fjöðrun gera hverja ferð að ógleymanlegu ævintýri.
Til að hámarka nýtingu á aflinu bíða gripmikil AT30“ Dirt Commander á 14“ felgum eftir því að rífa þetta torfærutæki áfram í gegnum spennandi og fjölbreyttar akstursaðstæður.