Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í motokrossi fór fram hjá Kappakstursklúbbi Akureyrar síðastliðna helgi. Yamaha stóð vaktina með sínu fólki. Góð stemning var á svæðinu og hugsað var vel um keppendur, hjól og áhorfendur. Veðurguðirnir léku við fólkið og er að gera mikið fyrir svæðið. Skipulag keppninnar var einnig til fyrirmyndar og aðstæður frábærar. Það má með sanni segja að keppnin hafi verið flugeldasýning að sumri til. Spennan var mikil og samkeppnin líka. Árangurinn lét líka ekki á sér standa og okkar fólk átti efstu sætin.

Karlaflokkur
MX1. 1. sæti Eyþór Reynisson / YZ450F
MX1. 2. sæti Aron Ómarsson / YZ450F
MX2. 1. sæti Eiður Orri Pálmason / YZ250F
40+.  3. sæti Michael Benjamín David / YZ450F
Unglingar. 3. sæti Leon Pétursson / YZ250F
85cc. 2. sæti Gestur Natan / YZ85

Kvennaflokkur
1. sæti Sóley Sara David / YZ250F
30+ 1.sæti Björk Erlingsdóttir / YZ250F

Yamaha liðið samanstendur af miklu keppnisfólki sem eru sannir talsmenn Yamaha vörumerkisins.Keppnin heldur áfram og verður næst hjá MXS Motocrossklúbbi Snæfellsbæjar í Ólafsvík laugardaginn 24. Júlí næstkomandi.

Áfram #TeamYamaha

Myndir: Sverrir Jónsson #motosportis