• Mán - Fös 8:00 - 17:00
  • Klettháls 3, 110 Reykjavík
  • +354 540-4980

YAMAHA ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

Yamaha rekur sérhæft verkstæði að Kletthálsi 3. Starfsmenn þess hafa áralanga reynslu af viðhaldi Yamaha tækja. Reglubundið viðhald á viðurkenndu verkstæði er mikilvægt til að viðhalda ábyrgð framleiðanda, auk þess sem góð umhirða eykur endingu, bætir frammistöðu og endursölumöguleika tækisins.
Við bjóðum upp á ástandsskoðun þar sem tækið er yfirfarið og ástand þess metið, en einnig almennar viðgerðir á öllum Yamaha tækum.
Hafðu samband við þjónustufulltrúa í síma 540 4980 til að panta tíma á Yamaha verkstæðinu.

OKKAR ÞJÓNUSTA

  • Allar almennar viðgerðir á YAMAHA tækjum
  • Forvarnar viðhald
  • Tækið gert klárt fyrir átökin
  • Skoðun og eftirlit
  • Olíuskipti og smurþjónusta
  • Bremsuviðgerðir
  • Vélagreining og viðgerðir
  • Dekk og belti

Tryggðu hámarksendingu á þínu YAMAHA tæki með reglulegu viðhaldi og þjónustu. Hafðu samband til að panta tíma fyrir þitt tæki.

OLÍUSKIPTI

Regluleg smurning er nauðsynlegur þáttur í viðhaldi allra tækja. Yamaha verkstæðið notar aðeins YAMALUBE olíur.

BREMSUVIÐGERÐIR

Bremsurnar eru mikilvægasti öryggisbúnaður hvers tækis og þurfa því ávallt að vera í fullkomnu lagi. 

KÆLIKERFI

Mikilvægt er að yfirfara kælikerfi allra tækja reglulega til að auka endingu þeirra og ná fram bestu mögulegu frammistöðu.

GÍRAR

Tæknimenn okkar yfirfara og smyrja gíra og annan viðkvæman búnað sem þarfnast reglulegrar aðhlynningar. 

RAFGEYMAR

Góður rafgeymir er forsenda þess að ná góðu starti. Við getum mælt upp geyminn og yfirfarið til að auka endingu hans. 

DEKKJAÞJÓNUSTA

Góð og óslitin dekk eru forsenda þess að ná góðu gripi, auk þess að vera mikilvægur öryggisbúnaður.

ÓSKA EFTIR TÍMA Á VERKSTÆÐI

    Nafn*

    Email*

    Eftirnafn*

    Sími*

    Skilaboðin

    OPNUNARTÍMAR Á VERKSTÆÐI
    Sunday Closed
    Monday 8:00 til 17:00
    Tuesday 8:00 til 17:00
    Wednesday 8:00 til 17:00
    Thursday 8:00 til 17:00
    Friday 8:00 til 17:00
    Saturday Closed
    Vantar þig frekari upplýsingar? Hringdu í okkur!
    540-4980

    YAMAHA VETRARSKOÐUN FYRIR VÉLSLEÐA

    Arctic Trucks býður eigendum Yamaha vélsleða vetrarskoðun til að tryggja að
    sleðinn sé tilbúinn fyrir veturinn.
    Skoðunin innifelur smurningu og góða skoðun á ástandi sleðans. Eigandi fær í
    hendur ástandsskýrslu að skoðun lokinni, þar sem allt sem talið er þarfnast
    lagfæringar er skráð. Við getum að sjálfsögðu gert tilboð í lagfæringar, sé þess
    óskað.

    INNIFALIÐ Í VETRARSKOÐUN

    • Skipt um olíu og olíusíu í fjórgengisvélum
    • Skipt um olíu á gír
    • Smurt í legur og smurkopp á búkka
    • Lega við hraðamæladrif skoðuð og hún smurð
    • Skipt um kerti í tvígengisvélum
    • Skíði skoðuð og ending karbíta metin
    • Ljós yfirfarin
    • Bremsubúnaður yfirfarinn
    • Spindlar að framan smurðir
    • Púst yfirfarið

    BÓKAÐU TÍMA

    Hafðu samband í síma 540 4980 til að bóka tíma í vetrarskoðun.
    Einnig geturðu sent póst á info@yamaha.is og við finnum fyrir þig tíma sem
    hentar.

    YAMAHA ÞJÓNUSTUSKOÐUN FYRIR FJÓRHJÓL

    Arctic Trucks býður eigendum Yamaha fjórhjóla upp á þjónustuskoðun til að
    tryggja að hjólið sé tilbúið í slaginn.
    Innifalið í þjónustuskoðuninni er smurning og ítarleg skoðun á ástandi tækisins.
    Eigandi fær að skoðun lokinni í hendur ástandsskýrslu þar sem allt sem talið er
    þarfnast lagfæringar er skráð. Við getum að sjálfsögðu gert tilboð í lagfæringar,
    sé þess óskað.

    INNIFALIÐ Í ÞJÓNUSTUSKOÐUN

    • Skipt um olíu og olíusíu
    • Skipt um olíur á drifum
    • Ljós yfirfarin
    • Bremsubúnaður yfirfarinn
    • Undirvagn yfirfarinn
    • Ljós yfirfarin
    • Púst yfirfarið
    • Rafgeymar yfirfarnir
    • Stýrisbúnaður yfirfarinn

    BÓKAÐU TÍMA

    Hafðu samband í síma 540 4980 til að bóka tíma í vetrarskoðun.
    Einnig geturðu sent póst á info@yamaha.is og við finnum fyrir þig tíma sem
    hentar.

    YAMAHA VARAHLUTIR

    Eigendur Yamaha tækja njóta árangurs af margra ára rannsóknum og þróun á bak við hvert tæki. Við hjá Yamaha erum stolt af gæðum véla okkar og tækja. Allt frá því að við byrjum að teikna fyrstu teikningu til sölu og þjónustu við tækið sem þú hefur keypt þá er markmiðið alltaf það sama. Við viljum skila þér sem bestum gæðum á öllum stigum.

     

    Með því að velja Yamaha varahluti viðheldur þú áreiðanleika og þeim gæðum sem við leggjum upp með alla tíð.

    Við önnumst sérpantanir á YAMAHA varahlutum. Ekki hika við að hafa samband.