2019 linan af Yamaha keppnishjólum hefur verið kynnt

Yamaha hefur þegar kynnt 2019 línuna af keppnishjólum, þar sem hæst ber glænýjar útgáfur af YZ250F og YZ85.

Hið nýja YZ250F er háþróaðasta hjólið í þessari línu. Í því er að finna glænýja vél með rafstarti og nýja létta grind. Þetta einstaka fjórgengishjól markar nýtt upphaf í hönnun keppnishjóla, þar sem byggt er á þráðlausu sambandi og stillingarmöguleikum á vél í gegnum Yamaha Power Tuner snjallsíma appið.

Yamaha styrkir einnig stöðu sína á motocross markaðnum með glænýju YZ85 hjóli. Tvígengisvélin er með Yamaha Power Valve System tækninni og fjöðrunin hefur verið endurhönnuð frá grunni. Þetta glæsilega nýja hjól er auðveldara í meðförum fyrir unga ökumenn og býður upp á bætta frammistöðu í brautinni.