YAMAHA teymið sigraði á dögunum þátt í einu allra erfiðasta Rally sem hægt er að takast á við á mótorhjólum Tunisia Desert Challenge eða Túnis eyðimerkur áskorunin. Ténéré 700 World Raid mótorhjólið sýndi enn og aftur hversu öflugt og fjölhæft það er.
Óbærilegur hiti, sviksamir sandstormar í einu mest krefjandi landslagi sem keppendur hafa séð í Afríku sýndi hvers vegna TDC er þekktur sem „Extreme“ Rally Raid atburður. Samt sigraðist YAMAHA liðið á þessari gífurlegu áskorun í jómfrúarkeppni með nýju GYTR setti í YAMAHA Ténéré 700 World Raid hjólinu, í keppni á móti sérútbúnum 450cc Enduro hjólum. Markmið liðsins var að nýta þessa keppni til að láta reyna á Ténéré hjólið til hins ítrasta með það að leiðarljósi að þróa hjólið enn frekar og gera enn öflugra og fjölhæfara. Við hefðum ekki getað fengið „betri“ aðstæður til að láta hjólið takast á við allt mögulegt og ómögulegt sem viðskiptavinir okkar geta þurft að takast á við.
Jafnvel hinn reyndi Botturi, sem hefur keppt í sjö Dakar keppnum og hefur sigrað í Merzouga rallinu, Transanatolia rallinu og Africa Eco Race, viðurkenndi að krefjandi landslagið og þessar öfga aðstæður, þar sem hiti fór upp í yfir 35 gráður á Celsíus í Túnis eyðimörkinni og vindur allt að 80 km/klst, væru einhverjar erfiðustu aðstæður sem hann hefur nokkurn tíma lent í. Hinar víðáttumiklu sandöldur, mjúkur sandurinn, grýttir hlutar, saltvötn með miklum hyllingum, hraðir og rosalega rykugir slóðar eru gríðaleg áskorun fyrir alla hvað þá lið sem er að halda inn í keppni með nýjan mótor í fyrstu keppnina á fjöldaframleiddu hjóli.
Eftir ótrúlega erfiða og tilfinningaþrungna eyðimerkuráskorun í Túnis, beinir Yamaha Ténéré World Raid Team áherslu sinni að Africa Eco Race, sem fylgir leiðinni frá upprunalega Dakar rallinu og nær yfir 6.500 km, byrjar í Mónakó og endar á hinum goðsagnakennda Lac Rose í Senegal dagana 15.-30. Október 2022.
Það verður verulega spennandi að fylgjast með YAMAHA teyminu og Ténéré hjólinu í komandi keppnum. Eðlilega er slegist um þessi hjól um allan heim. Staðan hér heima er þannig að öll Ténéré 700 hjól eru uppselt í augnablikinu en það eru fleiri hjól væntanleg. Þeir sem eru áhugasamir um Ténéré er bent á að hafa strax samband við söluráðgjafa Yamaha á Íslandi því það munu færri fá hjól en vilja.